Mörkin: Hælspyrnumark í Watford

ÍÞRÓTTIR  | 21. janúar | 22:59 
Joshua Sargent var allt í öllu hjá Norwich í 3:0-sigri liðsins gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Watford í kvöld.

Joshua Sargent var allt í öllu hjá Norwich í 3:0-sigri liðsins gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Watford í kvöld.

Sargent kom Norwich yfir í upphafi síðari hálfleiks með frábæru hælspyrnumarki og hann bætti svo við öðru marki sínu og Norwich á 74. mínútu með föstum skalla.

Þá varð Juraj Kucka, varamaður Watford, fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma.

Leikur Watford og Norwich var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir