Mörkin: Welbeck kom til bjargar

ÍÞRÓTTIR  | 23. janúar | 18:01 
Sóknarmaðurinn Danny Welbeck kom Brighton til bjargar er liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sóknarmaðurinn Danny Welbeck kom Brighton til bjargar er liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Patson Daka kom Leicester yfir á 46. mínútu en Welbeck jafnaði á 82. mínútu og þar við sat. Leonardo Trossard fékk ansi gott færi til að tryggja Brighton sigurinn undir lokin en Casper Schmeichel í marki Leicester varði vel.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir