Vill að „Beina brautin“ verði endurvakin

INNLENT  | 24. janúar | 12:18 
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir því að úrræði sem notað var eftir hrun, til að vinna úr skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði nýtt fyrir hundruð fyrirtækja í ferðaiðnaðinum sem standa frammi fyrir mikilli skuldahengju.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir því að úrræði sem notað var eftir hrun, til að vinna úr skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði nýtt fyrir hundruð fyrirtækja í ferðaiðnaðinum sem standa frammi fyrir mikilli skuldahengju.

Úrræðið var kallað Beina brautin á sínum tíma og segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það byggja á að kalla alla aðila máls að borðinu. Þá á hann við fjármálastofnanir, ríkið og eigendur. Eins konar módel eða skapalón verði útbúið og þannig metið hvaða fyrirtæki nái þeim viðmiðum sem menn komi sér saman um fyrirfram. Ljóst sé að allir verði að gefa eftir eigi þetta að ganga.

Jóhannes Þór er gestur Dagmála í dag og ræðir þar þá alvarlegu stöðu sem blasir við hundruðum fyrirtækja og með hvaða hætti megi vinna úr stöðunni á sem bestan hátt.

Hann metur líka hvað tekur við í greininni þegar heimsfaraldurinn virðist vera að gefa eftir og fjölmörg lönd huga að afléttingum á margháttuðum takmörkunum.

Þættir