Næsti leikur verður erfiðari en við verðum tilbúnir

ÍÞRÓTTIR  | 21. apríl | 23:00 
Haukur Helgi Pálsson leikmaður Njarðvíkur var fremur daufur eftir 84:78-tap gegn Tindastóli þegar í undanúrslitum úrslitakepnni Íslandsmótsins í körfubolta karla í kvöld.

Haukur Helgi Pálsson leikmaður Njarðvíkur var fremur daufur eftir 84:78-tap gegn Tindastóli þegar í undanúrslitum úrslitakepnni Íslandsmótsins í körfubolta karla í kvöld.

Haukur sagði Tindastóls-menn hafa verið fastir fyrir þetta kvöldið og að leikurinn hafi í raun verið eins og búast mátti við. Hann sagði sína menn hafa ekki látið boltann fljóta eins vel í seinni hálfleik og í þeim fyrri og því fór sem fór.

Haukur sagði að þristar frá Sigtryggi Arnari og Zoran Vrkic hafa vegið þungt á lokakaflanum en býst bara við hörku leik á nk. sunnudag í Skagafirðinum þegar leikur númer 2 í einvíginu fer fram. 

Þættir