Lengi dreymt um að koma til Íslands

FÓLKIÐ  | 2. maí | 16:18 
Bandaríski tónlistarmaðurinn Khalid segir að hann hafi lengi dreymt um að koma til Íslands. Því hafi hann ákveðið að skipuleggja tónleika hér á landi. Hann hefur notið dvalarinnar hér á Íslandi en tónleikar hans fara fram í Laugardalshöll á miðvikudag, 4. maí.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Khalid segir að hann hafi lengi dreymt um að koma til Íslands. Því hafi hann ákveðið að skipuleggja tónleika hér á landi. Hann hefur notið dvalarinnar hér á Íslandi en tónleikar hans fara fram í Laugardalshöll á miðvikudag, 4. maí.

„Ég kom hingað fyrir nokkrum dögum en ég var veikur fyrsta daginn. Það var svo leiðinlegt, en ég tryggði að ég væri hressari á degi númer tvö svo ég gæti notið borgarinnar,“ segir Khalid í viðtali við mbl.is.

Þetta er í fyrsta skipti sem söngvarinn kemur til Íslands og í fyrsta skipti sem margir vina hans koma til Evrópu. Hann segist vera þakklátur fyrir að hafa tækifæri til að sýna þeim heiminn og stefnir á frekari ferðalög í sumar.

Frumflytur nýtt lag á Íslandi

Khalid kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Los Angeles í Bandaríkjunum í apríl. Þar steig hann meðal annars á svið með stórstjörnunni Billie Eilish og segir það hafa verið algjörlega magnað að fá að koma fram með henni. 

„Að syngja með Billie Eilish er magnað. Hún er magnaður listamaður. Ég elska allt sem hún gerir. Það var geggjað að vera með henni á sviðinu og sjá hana skína,“ segir Khalid. 

Á föstudag í síðustu viku gaf Khalid út lagið Skyline og mun hann koma til með að frumflytja það fyrir Íslendinga. Lagið er hið fullkomna sumarlag og segist hann langa til að búa til fleiri lög í svipuðum dúr. 

 

 

Þættir