Margrét Lára: Algjörlega fáránlegt

ÍÞRÓTTIR  | 8. maí | 18:51 
Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Þau ræddu m.a. lið Manchester United en United-liðið var niðurlægt af Brighton í gær er þau mættust í Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Urðu lokatölur 4:0.

Margrét Lára segir það fáránlegt að leikmenn United virtust hreinlega ekki nenna að spila fyrir liðið.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir