Tilþrifin: Ljót tækling James kom Leeds í vandræði

ÍÞRÓTTIR  | 11. maí | 22:18 
Daniel James fékk beint rautt spjald fyrir Leeds United í fyrri hálfleik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld og fór þar með langt með að eyðileggja leikinn fyrir Leedsara.

Daniel James fékk beint rautt spjald fyrir Leeds United í fyrri hálfleik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld og fór þar með langt með að eyðileggja leikinn fyrir Leedsara.

Staðan var þá 1:0 fyrir Chelsea eftir að Mason Mount hafði skorað laglegt mark snemma leiks.

Rautt spjald James kom á 24. mínútu eftir að hann tæklaði Mateo Kovacic illa, svo illa að Króatinn fór meiddur af velli nokkrum mínútum síðar.

Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Chelsea þar sem Christian Pulisisc og Romelu Lukaku bættu við mörkum og tryggðu 3:0-sigur.

Mörkin þrjú og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir