Tuttugu og sjö létust í eldsvoða

ERLENT  | 14. maí | 14:44 
Að minnsta kosti tuttugu og sjö manns létust í eldsvoða í skrifstofubyggingu í borginni Delí á Indlandi.

Að minnsta kosti tuttugu og sjö manns létust í eldsvoða í skrifstofubyggingu í borginni Delí á Indlandi. 

Rúmlega 70 manns voru inni í fjögurra hæða skrifstofubyggingu þegar eldur kviknaði í henni, en sumir stukku út um glugga til að reyna að bjarga lífi sínu, segir í frétt BBC.

Eldsupptök eru talin hafa orðið vegna skammhlaups í rafmagni. Eigendur fyrirtækis sem staðsett var í byggingunni og framleiðir búnað fyrir eftirlitsmyndavélar hafa verið handteknir.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lofað aðstandendum fórnarlambanna tvö hundruð þúsund rúblum, sem samsvarar um 348 þúsund íslenskum krónum, fyrir hvern þann sem lést. 

Þættir