Gylfi: Maður elskar að horfa á hann spila

ÍÞRÓTTIR  | 16. maí | 10:07 
Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gærkvöldi. Bjarni og Gylfi ræddu m.a. um nýliða Brentford sem hafa komið skemmtilega á óvart á leiktíðinni.

Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gærkvöldi. Bjarni og Gylfi ræddu m.a. um nýliða Brentford sem hafa komið skemmtilega á óvart á leiktíðinni.

Hrósuðu þeir danska miðjumanninum Christian Eriksen sérstakalega en hann hefur komið afar vel inn í Brentford-liðið eftir að hann jafnaði sig á hjartastoppinu sem hann fékk með Danmörku á EM síðasta sumar.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir