Skammaðist sín þegar hann sá niðurstöðuna

INNLENT  | 23. maí | 9:35 
Kolbeinn Stefánsson, dósent við Háskóla Íslands, sem hefur nýlega sent frá sér skýrsluna Lásar gera ekki gagn nema þeir séu læstir skammaðist sín fyrir þær niðurstöður sem blöstu við honum að loknum útreikningum.

Kolbeinn Stefánsson, dósent við Háskóla Íslands, sem hefur nýlega sent frá sér skýrsluna Lásar gera ekki gagn nema þeir séu læstir skammaðist sín fyrir þær niðurstöður sem blöstu við honum að loknum útreikningum. Lásinn sem hér er vitnað til er 69. grein laga um almannatryggingar og átti að tryggja að lífeyrir myndi haldast í hendur við launaþróun og eða verðlagsþróun.

Þessi lás hélt ekki. Kolbeinn hefur reiknað út að skuld við öryrkja sem nyti fulls lífeyris væri á verðlagi janúar 2022 rúmar þrettán milljónir. Það er því ljóst að skuldin sem orðið hefur til með þessum hætti skiptir milljónum á hvern öryrkja í dag.

Kolbeinn kynnti skýrsluna á málþingi kjarahóps ÖBÍ í síðustu viku. Þar tók hann fram að hann hefði ekki sett skuldina sem myndaðist, upp á glæru. Ástæðan var einföld. Hann viðurkennir að hann skammaðist sín þegar hann sá tölurnar.

Kolbeinn ræðir skýrsluna í Dagmálaþætti dagsins sem er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

Þættir