Fann lyktina af pabba og vissi að ekkert gæti klikkkað

ÍÞRÓTTIR  | 23. júní | 17:00 
„Ég hef fulla trú á því að hann sé með mér,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Ég hef fulla trú á því að hann sé með mér,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sif, sem er 36 ára gömul, er dóttir Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi fyrirliða og þjálfara íslenska karlalandsliðsins, en Atli lést í september 2019 eftir baráttu við krabbamein.

„Hann var með okkur þegar við spiluðum við Bröndby í Meistaradeildinni í fyrra sem var frekar magnað,“ sagði Sif.

„Við vorum að keyra á völlinn frá hótelinu sem var um þriggja mínútna akstur. Ég finn allt í einu lyktina af honum, sem var ótrúlega skrítið.

Ég sagði við sjálfa mig að hann væri með mér þarna og að það væri ekkert sem gæti klikkað,“ sagði Sif meðal annars.

Sif er í nærmynd í sjötta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Dætur Íslands: Sif Atladóttir

Þættir