Margrét Lára: Stattu upp í staðinn fyrir að tuða í dómaranum

ÍÞRÓTTIR  | 14. ágúst | 22:28 
Margrét Lára Viðardóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þór Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Margrét Lára Viðardóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þór Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Á meðal þess sem þau ræddu var leikur Chelsea og Tottenham á Stamford Bridge í dag. Liðsmenn Chelsea voru mjög ósáttir við að fyrra mark Tottenham hafi fengið að standa, en leikurinn endaði 1:1.

Margrét Lára var hinsvegar ósátt við tilburði Kai Havertz, sóknarmanns Chelsea, sem hafði meiri áhuga á að deila við dómarann en að verjast.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir