Tuchel um rifrildið: Conte leit ekki í augu mín

ÍÞRÓTTIR  | 14. ágúst | 19:43 
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, kveðst hafa reiðst Antonio Conte, knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur þegar Ítalinn hafi ekki horft í augu sín er þeir tókust í hendur í lok 2:2-jafnteflis liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, kveðst hafa reiðst Antonio Conte, knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur þegar Ítalinn hafi ekki horft í augu sín er þeir tókust í hendur í lok 2:2-jafnteflis liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

„Ég taldi að þegar maður tekst í hendur horfi maður í augun á viðkomandi en Antonio var ekki á sama máli. Það voru tilfinningar í spilinu, hann var ánægður með að hans lið hafi jafnað og það sauð aðeins upp úr en ekkert alvarlegt.

Við fengum báðir rautt spjald. Mér fannst það ekki nauðsynlegt en fjöldi hluta voru ekki nauðsynlegir í dag, þetta var önnur slök ákvörðun hjá dómaranum,” sagði Tuchel eftir leik.

Viðtalið við Þjóðverjann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir