Hún var með svip sem boraði gat á sál mína

SMARTLAND  | 16. ágúst | 8:10 
Árni Árnason er rithöfundur sem er að ljúka MA-námi í ritlist við Háskóla Íslands. Hann rak auglýsingastofu og ákvað að selja hana til að elta draumana sína. Á dögunum sendi hann frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna en áður hafði hann gefið út tvær barnabækur.

Árni Árnason er rithöfundur sem er að ljúka MA-námi í ritlist við Háskóla Íslands. Hann rak auglýsingastofu og ákvað að selja hana til að elta draumana sína. Á dögunum sendi hann frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna en áður hafði hann gefið út tvær barnabækur. Vængjalaus fjallar um Baldur og lífshlaup hans. Hann er tæplega fimmtugur, tvífráskilinn og búinn að segja upp í vinnunni. Hann veit ekki alveg hvort hann er að koma eða fara en eitt er víst að hann nennir ekki að vera á hamstrahjólinu og er orðinn fullsaddur af gerviveröldinni sem hann lifir í. 

Einu sinni var Baldur um tvítugt og fór á böll í Sjallanum og hlustaði á Sólina og Sálina. Ein af ferðunum í Sjallann átti eftir að hafa áhrif á hann en þar hitti hann Auði sem var ellefu árum eldri en hann. 

Tveimur áratugum síðar stendur Baldur á krossgötum og ákveður að leggja upp í ferð á vit óvissunnar og fortíðarinnar en ekki síður til að horfast í augu við sjálfan sig.

Þættir