Trump og fjölskylda sökuð um fjársvik

ERLENT  | 22. september | 8:36 
Ríkissaksóknari New York í Bandaríkjunum, Letitia James, hefur höfðað mál á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjölskyldu hans.

Ríkissaksóknari New York í Bandaríkjunum, Letitia James, hefur höfðað mál á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjölskyldu hans.

Fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Trump Organization hafi stundað „ýmis“ fjársvik á árunum 2011 til 2021. Látið hafi verið líta út fyrir að eignir fyrirtækisins væru meiri en þær voru í raun og veru. Þetta hafi komið sér vel fyrir fyrirtækið þegar kemur að skatta- og tryggingamálum.

trump beitir

James sagði við blaðamenn að embætti hennar færi fram á að Trump greiddi 250 milljónir dala í bætur, eða um 35 milljarða króna, auk þess sem fjölskyldu hans verði bannað „að stunda viðskipti í New York fyrir fullt og allt“. Auk þess verði honum og fyrirtæki hans bannað að kaupa eign í ríkinu næstu fimm árin.

 

James greindi einnig frá því að embætti hennar ætlaði að mæla með því að bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaki málið.

Trump Organization neitar því að hafa haft rangt við. 

Þættir