SETTÖPP: Músin á hilluna eftir 20 ára starfsemi

ÍÞRÓTTIR  | 11. nóvember | 0:29 
Leikjasetrinu Ground Zero var skellt í lás í síðasta skipti í lok síðasta mánaðar eftir 20 ára rekstur. Einkenndist andrúmsloft síðasta kvöldsins af trega en einnig þakklæti fyrir árin 20.

Leikjasetrinu Ground Zero var skellt í lás í síðasta skipti í lok síðasta mánaðar eftir 20 ára rekstur. Einkenndist andrúmsloft síðasta kvöldsins af trega en einnig þakklæti fyrir árin 20.

„Við höfum staðið af okkur ýmsa storma og strauma,“ sagði Sigurður Jónsson, eða Siggi Jóns eins og hann er gjarnan kallaður, þegar SETTÖPP bar að garði síðasta kvöldið sem staðurinn var opinn.

Upprunalega var leikjasetrið staðsett við Ingólfstorg, síðar á Frakkastíg en loks opnaði stærra rými á Grensásvegi.

„Maður á mjög góðar minningar héðan,“ sagði Kristinn Ingi Hrafnsson, oftast kallaður Ingi, í samtali við SETTÖPP þegar hann var að taka einn af sínum síðustu leikjum en hann er annar stofnandi Ground Zero.

Og hvað tekur þá við núna?

„Frí.“

https://www.mbl.is/sport/esport/2021/12/04/hey_eigum_vid_ad_opna_netkaffi_herna/

Fólk spilar meira heima

„Í raun og veru breyttist allt þegar Covid skall á,“ segir Siggi spurður um aðdraganda þess að ákveðið var að loka. Hann kveðst enn finna fyrir afleiðingum heimsfaraldursins, enda hafi margir uppfært settöppið sitt á tímum faraldursins.

„Fólk er ennþá heima hjá sér, það tekur tíma að koma til baka.“

Munið þið sjá eftir staðnum?

„Já, virkilega. En það er líka þakklæti í manni fyrir allt fólkið,“ segir Siggi en margir tryggir aðdáendur staðarins hafa á síðustu mánuðum sent þeim þakkarbréf og kveðjur.

Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér í spilaranum fyrir ofan, þegar SETTÖPP fangaði stemninguna síðasta kvöldið.

Þættir