Tilþrifin: Gibbs-White tryllti lýðinn í Skírisskógi

ÍÞRÓTTIR  | 12. nóvember | 18:15 
Morgan Gibbs-White reyndist hetja Nottingham Forest þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Morgan Gibbs-White reyndist hetja Nottingham Forest þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Nottingham Forest en Gibbs-White skoraði sigurmark leiksins á 54. mínútu.

Wilfried Zaha brenndi af vítaspyrnu fyrir Crystal Palace undir lok fyrri hálfleiks en það ætlaði allt um koll að keyra í Skírisskógi þegar Gibbs-White skoraði sigurmarkið.

Leikur Nottingham Forest og Crystal Palace var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir