„Ég er snillingur“

FÓLKIÐ  | 17. nóvember | 19:38 
Ívar Andri Klausen, söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar Dopamine Machine, mætti í Dagmál til að ræða hvernig það var að sleppa takinu á þeirra fyrstu breiðskífu: Kæruleysi er æðruleysi.

„Maður er með svo mikla fullkomnunaráráttu,“ sagði Ívar Andri Klausen, söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar Dopamine Machine, um hvernig það var að sleppa takinu á þeirra fyrstu breiðskífu: Kæruleysi er æðruleysi.

Platan er væntanleg á morgun og hefur verið í býgerð í um það bil eitt og hálft ár. Ívar var gestur Dagmála, frétta- og dægurmálaþætti Morgunblaðsins, þar sem hann ræddi lífið og listina og allt þar á milli.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/menning/233429/

 

Plötuumslagið er litríkt líkt og sjá má.

„Þetta er ömurlegt maður“

„Þetta eru tilfinningar sem flestir tónlistarmenn ganga í gegnum,“ bætti Ívar við og sammældust hann og þáttastjórnandi um að stundum væri einfaldlega best að sleppa takinu í stað þess að ráfa um eyðimörkina í eilífri leit af fullkomnuninni. 

„Ég man ég var að labba úr stúdíóinu um daginn og mér leið svo vel. Ég var svo ánægður, með plötuna og allt [það].

 

Ég var bara eitthvað: „Þetta er geðveikt. Ég er snillingur“. Og svo daginn eftir var ég bara: „Þetta er ömurlegt maður“.

Kæruleysi er æðruleysi kemur út klukkan 21 á helstu streymisveitum undir nafni Dopamine Machine.

Hægt er að taka forskot á sæluna og hlusta á smáskífu af plötunni hér:

 

 


 

 

Þættir