Festi ótrúlegt sjónarspil á myndskeið

INNLENT  | 29. nóvember | 16:49 
Christian René Legére gat varla trúað sínum eigin augum þegar hann sá einn magnaðasta norðurljósadans lífs síns í gærkvöldi.

Christian René Legére gat varla trúað sínum eigin augum þegar hann sá einn magnaðasta norðurljósadans lífs síns í gærkvöldi.

Christian var staddur við Seltjarnarneskirkju með myndavélina sína í gærkvöldi, en hann er mikill áhugamaður um norðurljós og fylgist reglulega með spám um virkni norðurljósa. 

Hann kveðst í samtali við mbl.is hafa aldrei séð neitt þessu líkt áður. 

Alveg magnað

„Þetta var alveg magnað, ég var eiginlega orðlaus," segir hann. 

Christian segir Seltjarnarnes kjörinn stað til þess að horfa á norðurljósin þar sem þar er gott útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið, Akranes og Esjuna.  

„Ég fylgist reglulega með norðurljósaspá og í gærkvöldi sá ég að það væri kjörið að fara út og fylgjast með.“

Christian ferðaðist nýlega um Norður- og Austurland þar sem hann sá norðurljósin einnig leika um himininn. Hann hefur búið á Íslandi í fimmtán mánuði og stundar af kappi nám í íslensku við Háskóla Íslands.

https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2022/11/29/ljosin_lja_lit_sinn_svortu_naeturhuminu/

 

Þættir