Tilþrifin: Nketiah hetja Arsenal

ÍÞRÓTTIR  | 22. janúar | 19:02 
Eddie Nketiah skoraði tvennu þegar lið hans Arsenal vann frækinn sigur, 3:2, á Manchester United í stórslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Eddie Nketiah skoraði tvennu þegar lið hans Arsenal vann frækinn sigur, 3:2, á Manchester United í stórslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Marcus Rashford kom gestunum í Man. United yfir á 17. mínútu með glæsilegu langskoti en Nketiah jafnaði metin fyrir leikhlé með góðum skalla.

Bukayo Saka kom Arsenal í forystu með frábæru langskoti en skömmu síðar jafnaði Lisandro Martínez metin fyrir Man. United með skalla eftir mistök Aarons Ramsdales í marki Arsenal.

Nketiah skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu þegar hann var réttur maður á réttum stað og stýrði boltanum í netið.

Öll mörkin úr leiknum ásamt helstu færunum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir