Konan var tilbúin að hoppa með mér út

ÍÞRÓTTIR  | 27. janúar | 18:19 
„Ég var svo tilbúinn að fara út,“ sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

„Ég var svo tilbúinn að fara út,“ sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Synir Íslands: Bjarki Már Elísson

Bjarki Már, sem er 32 ára gamall, hélt út í atvinnumennsku þegar hann var 23 ára gamall en hann gekk þá til liðs við þýska fyrstudeildarfélagið Eisenach.

„Mér fannst ég vera orðinn of seinn og ég var í raun tilbúinn að taka hvað sem er,“ sagði Bjarki Már.

„Ég fór út á hræðilegan samning en konan mín var tilbúin að hoppa með mér út og það hjálpaði mikið,“ bætti Bjarki Már við.

Bjarki Már er í aðalhlutverki í sjöunda þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Þættir