„Við þurfum að vera opið hagkerfi“

VIÐSKIPTI  | 30. janúar | 9:16 
Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að íslenska hagkerfið þurfi að vera opið þeim sem hingað vilja koma til að starfa, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma

„Við þurfum að vera opið hagkerfi,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í viðtali við Dagmál þegar rætt er um vinnumarkaðinn og þær áskoranir sem hann stendur frammi fyrir.

Í þættinum er meðal annars rætt um vanda annarra ríkja sem mörg hver sjá fram á skort á vinnuafli. Sú þróun er þegar komin fram, til dæmis í Japan, þar sem nú ríkir krísa í efnahagsmálum.

Þurfi að vera opið fyrir fólki

Lilja Dögg segir að þegar skortur sé á vinnuafli telji hún að íslenskt hagkerfi þurfi að vera opið fyrir fólki sem vilji koma hér til að starfa, hvort sem er tímabundið eða fólki sem kýs að setjast hér að. Þá segir hún jafnframt að sú harða innflytjendastefna sem rekin hefur verið í Bandaríkjunum sé að bitna á hagkerfinu vestanhafs um þessar mundir.

Hér fyrir ofan má sjá ummæli Lilju Daggar um vinnumarkaðinn. Í þættinum er almennt rætt um stöðuna í hagkerfinu og horfurnar fram undan, um orkumál, mögulegar breytingar á vinnumarkaði, stöðu ríkissjóðs, hlutverk lífeyrissjóða og margt fleira.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/thjodmalin/235609/

Þættir