Fara í saumana á fyrsta stóra tölvuleiknum á árinu

ÍÞRÓTTIR  | 1. febrúar | 12:50 
Í nýjasta þætti Tölvuleikjaspjallsins ræða þáttastjórnendurnir Arn­ór Steinn Ívars­son og Gunn­ar Björns­son fyrsta stóra leikinn sem kom út á þessu ári, Forspoken frá Square Enix.

Í nýjasta þætti Tölvuleikjaspjallsins ræða þáttastjórnendurnir Arn­ór Steinn Ívars­son og Gunn­ar Björns­son fyrsta stóra leikinn sem kom út á þessu ári, Forspoken frá Square Enix.

Tölvuleikurinn Forspoken snýr að mestu um ævintýraferð Frey í fallega en grimmdarlega ævintýralandinu Athiu. Frey er ung stelpa frá Nýju Jórvík (e. New York) sem uppgötvar að hún sé gædd töfrahæfileikum en þeir spila þeir stórt hlutverk í ævintýrasögu hennar.

Talar við armbandið sitt

Frey er knúin til þess að frelsa fólk frá banvænni bölvun og seiðkerlingum, berjast við skrímsli og fleira á meðan hún kannar landssvæðin og náttúruperlurnar í Athiu. Hún leggur þó ekki ein í þessa ferð þar sem samferða henni er talandi armbandið hennar, Cuff.

Arnór Steinn og Gunnar fara í saumana á þessum leik í Tölvuleikjaspjallinu og er hægt að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Eins er hægt að hlusta á hann öllum helstu hlaðvarpsveitum, eins og Spotify.

 

 

 

Þættir