Salah negldi upp í skeytin og fór heim (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 2. febrúar | 13:15 
Mohamed Salah stal senunni á æfingu með enska knattspyrnuliðinu Liverpool í vikunni, en Egyptinn skoraði afar fallegt mark á Melwood-æfingasvæðinu.

Mohamed Salah stal senunni á æfingu með enska knattspyrnuliðinu Liverpool í vikunni, en Egyptinn skoraði afar fallegt mark á Melwood-æfingasvæðinu.

Eftir að hafa neglt boltanum í skeytin og fagnað vel og innilega, kvaddi Salah og fór heim.

Egyptinn vonast til að markið sé það sem koma skal í næstu leikjum, en hann hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö leikjum með Liverpool.

Myndskeið af markinu glæsilega og skemmtilegum fagnaðarlátum Salah má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir