Sabitzer: Gekk allt saman mjög hratt fyrir sig

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 10:16 
Marcel Sabitzer, nýr miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, segir að félagið hafi fyrst sett sig í samband við Bayern München á lokadegi félagaskiptagluggans.

Marcel Sabitzer, nýr miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, segir að félagið hafi fyrst sett sig í samband við Bayern München á lokadegi félagaskiptagluggans.

Sabitzer gekk til liðs við Rauðu djöflana á lánssamningi út yfirstandandi keppnistímabil. Man. United hafði hraðar hendur eftir að í ljós kom að danski miðjumaðurinn Christian Eriksen yrði frá í nokkra mánuði.

„Þetta tók mjög fljótt af. Í gær [á þriðjudag] fóru fyrstu samræðurnar fram og þetta gekk allt saman hratt fyrir sig.

Ég þurfti að pakka niður í tösku, hoppa upp í flugvél og koma hingað. Þetta hafa verið annasamir dagar en ég er mjög ánægður,“ sagði Sabitzer í samtali við félagið.

Fyrsta opinbera viðtal Man. United við austurríska miðjumanninn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

Þættir