Tónlistarstjóri Idol þarf að velja og hafna

INNLENT  | 7. febrúar | 12:47 
Magnús Jóhann Ragnarsson þekkja aðdáendur Idolsins á Stöð 2 af skjánum. Þar starfar hann sem tónlistarstjóri; aðstoðar þátttakendur við lagaval, útsetur lögin og stjórnar hljómsveit.

Magnús Jóhann Ragnarsson þekkja aðdáendur Idolsins á Stöð 2 af skjánum. Þar starfar hann sem tónlistarstjóri; aðstoðar þátttakendur við lagaval, útsetur lögin og stjórnar hljómsveit. 

Hann hefur tekið að sér ýmis önnur stór verkefni innan íslenska tónlistarheimsins, t.d. séð um tónlistarstjórn á stórtónleikum poppstjarna á borð við Bríeti og Aron Can. Þá er hann oft kallaður til til þess að vinna bak við tjöldin að framleiðslu, lagasmíðum, upptökustjórn og píanóleik af ýmsu tagi. 

En Magnús er einnig tónskáld og segist reyna að velja verkefnin af kostgæfni til þess að hafa tækifæri til þess að sinna eigin tónsmíðum. 

„En þetta helst þannig í hendur að það er inspírerandi og gefandi að vinna með öðru fólki sama þótt það sé kannski í allt öðru músíkölsku samhengi en ég er að fást við í minni músík,“ segir hann.

„Ég myndi ekki vilja vera án þess en ég er undanfarin ár búinn að vera að breyta hlutföllunum aðeins. Maður þarf gagngert að skapa sér tíma fyrir sjálfan sig, fara í smá frí inni á milli og velja verkefnin af kostgæfni.“

Magnús Jóhann var gestur Dagmála og þáttinn í heild má finna hér að neðan. 

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/menning/235878/

Þættir