„Ég var alltaf í fótbolta og markmiðið var að komast í landsliðið í fótbolta,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.
https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/236741/
Kristrún, sem er 25 ára gömul, er fædd og uppalin í Ólafsvík en hún flutti til Noregs ásamt fjölskyldu sinni 12 ára gömul og byrjaði að æfa skíðagöngu þar.
„Það var geggjað að alast upp í Ólafsvík,“ sagði Kristrún.
„Þetta er fallegasti staður á Íslandi og ég elskaði að búa þarna enda mjög stutt í allt og ekkert skutl eða þannig vesen,“ sagði Kristrún meðal annars.
Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.