„Það var rosalegt fyrir litlu Kristrúnu því þetta var frekar mikið og stórt,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.
https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/236741/
Kristrún, sem er 25 ára gömul, fór á sitt fyrsta heimsmeistaramót árið 2019 í Seefeld í Austurríki.
„Þetta var erfitt fyrir hausinn því mér fannst ég ekki alveg eiga heima þarna,“ sagði Kristrún.
„Þetta var ákveðin reynsla í bankann en mér fannst ég ekki alveg ná að sýna mitt rétta andlit þarna. Ég er búin að vinna í því, alveg síðan þá, að efla sjálfstraustið mitt sem íþróttakona og taka mitt pláss.
Þú ert á HM og ert að keppa fyrir landið þitt þannig að þú átt skilið að vera þarna eins og allir aðrir,“ sagði Kristrún meðal annars.
Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.