Stríðið er eins og ok á þjóðinni

INNLENT  | 17. mars | 10:56 
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er augljóslega djúpt snortin af heimsókn sinni til Úkraínu og segir það framandlegt að sjá hvernig þjóðin reyni að halda í daglegt líf, þar sem börn eru á leið í skólann með þungvopnaða hermenn allt í kring.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er augljóslega djúpt snortin af heimsókn sinni til Úkraínu og segir það framandlegt að sjá hvernig þjóðin reyni að halda í daglegt líf, þar sem börn eru á leið í skólann með þungvopnaða hermenn allt í kring.

Þetta er meðal þess, sem fram kemur í opinskáu viðtali við forsætisráðherra í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins sem opið er öllum áskrifendum, og birt er í dag.

Katrín lýsir því m.a. hvernig sér hafi orðið við þegar loftvarnaflautur gullu við þegar hún var í þann veginn að fara aftur frá landinu. Hún spurði þá hvort fólk vendist þessu og þó það jánkaði því í fyrstu, þá hafi það dregið í land við nánari umhugsun.

Hún sagði ferðina sitja í sér og minntist m.a. á heimsókn til Bútsja, vettvang fjöldamorða Rússa kippkorn frá Kænugarði. Borgarstjórinn Anatolíj Fedorúk sýndi henni vegsumerkin, en með grátstafinn í kverkunum allan tímann og spurði ráðþrota hvernig hann ætti að endurreisa gott samfélag eftir slíkan harmleik. „Það þarf einhvernveginn að gera þetta upp.“

Þættir