Borgaði hálfa milljón og datt út eftir mínútu

ÍÞRÓTTIR  | 20. mars | 15:17 
„Ég man að ég fór í eitt skiptið til Ástralíu og ferðalagið þangað var mjög langt,“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

„Ég man að ég fór í eitt skiptið til Ástralíu og ferðalagið þangað var mjög langt,“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

Sveinbjörn, sem er 33 ára gamall, hefur keppt út um allan heim á ferlinum en á öllum mótum í júdó er keppt með svokölluðu útsláttarfyrirkomulagi.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/237093/

„Ég datt út í fyrstu umferð og það var einn þar sem náði mér niður á innan við mínútu,“ sagði Sveinbjörn.

„Það tók á og það kom ákveðin pressa eftir það því ég hugsaði strax að þetta mætti alls ekki endurtaka sig.

Ég borgaði ferðina til Ástralíu úr eigin vasa, sem jók klárlega pressuna, enda var þetta einhver 400-500 þúsund króna pakki,“ sagði Sveinbjörn meðal annars.

Viðtalið við Sveinbjörn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þættir