Úrslitakeppnin í Counter-Strike á morgun

ÍÞRÓTTIR  | 24. mars | 14:56 
Úrslit Stórmeistaramótsins í Counter-Strike: Global Offensive fara fram á laugardaginn í rafíþróttahöllinni Arena og mun verðlaunaafhending Red Bull taka við í beinu framhaldi.

Úrslit Stórmeistaramótsins í Counter-Strike: Global Offensive fara fram á laugardaginn í rafíþróttahöllinni Arena og mun verðlaunaafhending Red Bull taka við í beinu framhaldi.

Skemmtikrafturinn Jói Spói verður í hlutverki kynnis og mun skemmta áhorfendum meðan kvöldinu stendur og verðlaunaafhending fer fram.

Framtíðarstjörnur mætast í beinni

Streymt verður frá úrslitaviðureigninni en fjörið sjálft verður á veitingastaðnum Bytes, sem er staðsettur innan Arena.

Útsendingin hefst klukkan 17:00 þegar vinaleikur milli „framtíðar stjarnanna í Counter-Strike“ fer fram en klukkan 18:45 verður úrslitaviðureignin sjálf spiluð en allar útsendingar fara fram á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.

„Þetta er alvöru stemmarinn og hérna hvetjum við alla til að mæta til að missa ekki af neinu, sérstaklega því að um leið og útsendingin klárast verðum við með í fyrsta skipti Red Bull Award Show þar sem dómnefnd mun verðlauna besta lið ársins og leikmenn í ákveðnum stöðum innan leiksins fyrir sinn árangur á árinu,“ segir í tilkynningu.

Verðlaunaafhendin verður ekki sýnd í beinni og eru því áhugasamir hvattir til þess að mæta hafi þeir hug á að taka þátt.

 

Sýnt í beinni útsendingu

Í kvöld frá klukkan 17:00 verða undanúrslitin spiluð þegar fjögur lið mætast í æsispennandi og mikilvægum viðureignum. Fyrst mætast Dusty og Atlantic en Þór og FH taka síðan við músinni.

Nánari upplýsingar um stöðu mótsins má finna á Challenger en líkt og kemur fram hér að ofan verða útsendingar sýndar á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.

Þættir