Ögmundur vill að ríkisstjórn lifi

INNLENT  | 26. ágúst | 15:30 
Óróleiki hefur myndast í ríkisstjórn vegna ólíkra skoðana manna á svonefndu aðlögunarferli ESB. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var sagður vera hvatvís eftir ummæli hans við Morgunblaðið um aðlögunarferlið síðastliðinn þriðjudag.

Óróleiki hefur myndast í ríkisstjórn vegna ólíkra skoðana manna á svonefndu aðlögunarferli ESB. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var sagður vera hvatvís eftir ummæli hans við Morgunblaðið um aðlögunarferlið síðastliðinn þriðjudag.

En eftir ríkisstjórnarfund samdægurs voru Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sammála um að Jón Bjarnason væri að misskilja málið. Einnig hafði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, orð á því að Jón færi ekki með rétt mál.

Þrátt fyrir skoðun þeirra lítur út fyrir að ekki liggi ljóst fyrir hvort aðlögunarferlið sé hafið eða ekki. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir að þetta mál þurfi að skoða betur en taldi að það myndi leysast á friðsamlegum nótum. Hann sagðist hafa trú á því að ríkisstjórnin myndi halda áfram samstarfi og vonaðist til þess að hún haldi áfram.

 

Þættir