Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf

INNLENT  | 10. apríl | 16:28 
„Ég segi í fullri alvöru við forustumenn í samtökum íslensks atvinnulífs: Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag.

„Ég segi í fullri alvöru við forustumenn í samtökum íslensks atvinnulífs: Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag.

„Farið og segið unga fólkinu og íslensku þjóðinni frá allri uppbyggingunni, sem er í íslensku atvinnulífi. Lýsið því á hverju degi hvað er verið að gera í hverju fyrirtækinu á fætur öðru og að gríðarlegur fjöldi fyrirtækja í sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu, hátækni, upplýsingatækni og öðrum greinum hefur á síðustu tveimur árum verið að upplifa ein sín bestu ár. Því það er mikið hættuspil að halda þeirri röngu mynd að íslensku fólki að hér sé ekkert að gerast," sagði Ólafur Ragnar.

Hann sagði, að mun meira væri að gerast í uppbyggingu og fjárfestingu í íslensku atvinnulífi en víða annarstaðar. 

 

Þættir