Er íslenskur kvikmyndaiðnaður samkeppnishæfur?

VIÐSKIPTI  | 14. júlí | 14:36 
Íslenskur kvikmyndaiðnaður stendur á ákveðnum tímamótum. Mikill niðurskurður ríkis á fjárframlögum til kvikmyndasjóðs leiðir af sér að færri kvikmyndaverk eru framleidd og starfsfólki í greininni er að fækka. En er íslenskur kvikmyndaiðnaður samkeppnishæfur í samanburði við það sem þekkist í kringum okkur? Konráð Pálmason hefur nýverið skrifað meistararitgerð um þetta málefni og leiðbeinandi hans Friðrik Eysteinsson er gestur Viðars Garðarssonar í þættinum Alkemistinn þar sem fjallað er um samkeppnishæfni Íslensks kvikmyndaiðnaðar.

Þættir