Óskiljanlegt að íhuga inngöngu

INNLENT  | 19. nóvember | 13:58 
Breska þingkonan og fyrrverandi ráðherrann Kate Hoey segir óskiljanlegt að Íslendingar skuli vera að íhuga inngöngu í Evrópusambandið. Meirihluti Breta myndi kjósa að segja skilið við ESB ef kosið væri en Bretar hafa ekki fengið að segja hug sinn á sambandinu í kosningum frá árinu 1975.

Breska þingkonan og fyrrverandi ráðherrann Kate Hoey segir óskiljanlegt að Íslendingar skuli vera að íhuga inngöngu í Evrópusambandið. Meirihluti Breta myndi kjósa að segja skilið við ESB ef kosið væri en Bretar hafa ekki fengið að segja hug sinn á sambandinu í kosningum frá árinu 1975. 

Hoey situr á þingi fyrir breska Verkamannaflokkinn og er komin til að halda fyrirlestur um reynslu Breta af aðild að Evrópusambandinu í kvöld. Hún segir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB vera hörmulega og hún furðar sig á því að Íslendingar skuli íhuga inngöngu þar sem fiskveiðar séu ein af grunnstoðum samfélagsins.

Hoey talar á málþingi Íslensks þjóðráðs á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð kl. 17:15. 

Þættir