Vilja fjárfesta í þremur fyrirtækjum

VIÐSKIPTI  | 27. júní | 10:27 
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins áætlar að fjárfesta í þremur fyrirtækjum á þessu ári en þegar hefur verið fjárfest í einu fyrirtæki, Andrea Maack Parfums (AMP ehf). Í þættinum Viðskipti með Sigurði Má fer Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, yfir rekstur og starfsumhverfi sjóðsins.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins áætlar að fjárfesta í þremur fyrirtækjum á þessu ári en þegar hefur verið fjárfest í einu fyrirtæki, Andrea Maack Parfums (AMP ehf). Í þættinum Viðskipti með Sigurði Má fer Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, yfir rekstur og starfsumhverfi sjóðsins.

Helga segir að sjóðurinn horfi einkum til félaga sem hafi tækifæri á erlendum markaði. Íslendingar fjárfesta fyrir einn milljarð á ári í nýsköpun en samkvæmt skýrslu McKinsey þyrftu Íslendingar að fjárfesta fyrir þrjá milljarða króna á ári til að halda í við nágranalöndin. Helga segir að líklega verði fjárfestingin á þessu ári minni en vanalega.

Þættir