Verulegur árangur í skuldavanda heimilanna

VIÐSKIPTI  | 19. september | 16:12 
Heimilum sem eru skuldsett umfram eignir hefur fækkað um rúmlega 10 þúsund og heimilum í greiðsluvanda um nokkur þúsund síðan staðan var sem verst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, í samtali við Sigurður Má.

Heimilum sem eru skuldsett umfram eignir hefur fækkað um rúmlega 10 þúsund og heimilum í greiðsluvanda um nokkur þúsund síðan staðan var sem verst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, í samtali við Sigurður Má.

Þorvarður segir að margir séu að sigla út úr skuldavandanum með hækkandi fasteignaverði, en að greiðsluvandi sé áfram erfitt vandamál. Helstu áhættuhópar til að lenda bæði í skulda- og greiðsluvanda eru að hans sögn millitekjuháar barnafjölskyldur og mjög tekjulágir einstaklingar. 

Í þættinum Viðskipti með Sigurði Má fer hann yfir stöðuna í þessum málaflokki, en hann segir að þó ekki sé búið að sigrast á vandanum hafi staðan batnað. „Ég held að það sé ljóst að það hafi verulegur árangur náðst að draga úr þessum skuldum og það hefur vakið athygli víða annarsstaðar hversu mikið skuldir íslenskra heimila hafa lækkað,“ segir Þorvarður.

Þættir