Tóku sig til og dönsuðu á torginu

INNLENT  | 5. október | 14:26 
„Húlladagurinn er alþjóðlegur dagur og við skráðum okkur bara til þess að fá að taka þátt í því. Samtökin sem halda þetta kallast World hoop day,“ segir Alda Brynja Birgissdóttir, en hún sér um að skipuleggja daginn hér á landi.

„Húlladagurinn er alþjóðlegur dagur og við skráðum okkur bara til þess að fá að taka þátt í því. Samtökin sem halda þetta kallast World hoop day,“ segir Alda Brynja Birgissdóttir, en hún sér um að skipuleggja daginn hér á landi. „Erlendis hafa byggst upp heilu húlla-samfélögin, en þetta er í fyrsta skiptið sem dagurinn er haldinn hér á landi,“ bætir hún við. 

Hópur kvenna sýndi liprar listir með húllahringinn niðri á Lækjartorgi áðan, en Alda Brynja kennir húlla í Kramhúsinu. „Við dönsuðum allar stelpurnar sem hafa verið í tíma hjá mér. Okkur finnst gaman að sýna þetta því margir halda að við séum bara að húlla með mjöðmunum, en í raun erum við eiginlega sem minnst að nota mjaðmirnar,“ segir Alda. 

Þættir