„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

INNLENT  | 19. febrúar | 14:32 
Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings.

Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings.

„Við erum með samfelldar GPS-mælingar í Grímsey og víðar á Norðurlandi og það er ekki að sjá nein merki um kvikuhreyfingar,“ sagði Sigurlaug í samtali við mbl.is í hádeginu og sjá má í myndskeiðinu.

Hún segir svipaðar skjálftahrinur hafa verið tíðar á svæðinu en jafnframt að jarðskorpan í kringum Ísland sé svo þunn að skjálftar úti á hafi séu afar ólíklegir til að valda flóðbylgjum við strendur landsins.  

Þættir