mbl | sjónvarp

Vitum að staðan er flókin

ÍÞRÓTTIR  | 2. maí | 21:50 
„Sterk liðsheild skóp þennan sigur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson eftir að hans menn í Njarðvík sigruðu Þór í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.

„Sterk liðsheild skóp þennan sigur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson eftir að hans menn í Njarðvík sigruðu Þór í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.

Þungavigtarsigur hjá Njarðvíkingum sem berjast fyrir veru sinni í deildinni, en eygja meira að segja von á úrslitakeppnissæti þrátt fyrir allt.

En eitt skref í einu eins og Einar Árni orðaði það nokkuð vel. Einar sagði að hann og hans menn vissu svo sem fyrir víst að þetta væri í þeirra höndum, að tryggja veru liðsins áfram í deildinni.

Þrír leikir sem þurfa allir að vinnast. Einn af þremur í hús og sagðist Einar varla hugsa þetta sem einn leik í einu heldur bara næstum brotið þetta niður í 5 mínútur í hverjum leik. 

Loading