mbl | sjónvarp

Er eitthvað varið í Krumma?

ÞÆTTIR  | 16. apríl | 9:42 
Arnar er sestur í settið góða sem minnir á rússneskan menningarþátt frá 1982 með viðkomu í Klaufabárðunum. Sjálfur Krummi í Mínus er settur undir mælikerið í þetta skipti en plata með dúett hans og Halldórs Á. Björnssonar, Legend, er nýkomin út. Þar reyna þeir sig við drungalegt en um leið melódískt tölvupopp. Tríóið Glóðir frá Vestmannaeyjum gaf þá nýlega út dásemdardisk tileinkaðan Oddgeiri Kristjánssyni og svo er rýnt í lagið „Tenderloin“ með hinni nýstofnuðu Tilbury en það er mál manna að væntanleg breiðskífa hennar verði með því athyglisverðara á þessu tónlistarári.
Loading