Stafrænir glymskrattar í notkun í Bretlandi

Stafrænir glymskrattar eru væntanlegir á knæpum í Bretlandi.
Stafrænir glymskrattar eru væntanlegir á knæpum í Bretlandi.

Stafrænir glymskrattar eru væntanlegir á knæpur víða í Bretlandi. Slíkir glymskrattar búa yfir tveimur milljónum laga, eða nánast hvert einasta popp- og rokklag sem hefur komið út á geisladiski í Bretlandi.

300 lögum verður bætt við spilarana, sem er tengdur háhraðaneti, í hverri viku. Notendur geta keypt einstök lög, breiðskífur, hringtóna fyrir farsíma og fengið lög send um tölvupóst. Gert er ráð fyrir að nýju glymskrattarnir verði teknir í notkun á börum í Bretlandi á næstu árum.

Eigendur knæpa gera sér vonir um að nýju spilararnir auki tekjur þeirra frá slíkum tækjum á ný, en notkun á glymskröttum hefur dregist verulega saman í Bretlandi. Því er haldið fram að rúmlega eitt þúsund glymskrattar séu teknir úr notkun þar á landi á hverju ári.

mbl.is