Plöntur flýja til fjalla

Plöntur eru lagðar á flótta undan hlýnandi andrúmslofti jarðar, og leita á hærri og kaldari slóðir en áður, samkvæmt rannsókn á 171 skógarplöntutegund í Vestur-Evrópu. Flestar hafa valið sér nýtt kjörlendi í meiri hæð yfir sjávarmáli, þar sem loftið er kaldara.

Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að greina merki um loftslagsbreytingar á hæðardreifingu plantna, en ekki einvörðungu í viðkvæmum vistkerfum, segir Jonathan Lenoir, vísindamaður við AgroParisTech í Nice í Frakklandi.

Hann og samstarfsfólk hans uppgötvaði „umtalsverða tilfærslu upp á við á kjörlendishæð plantna, þeirri hæð yfir sjávarmáli þar sem líklegast er að plönturnar sé að finna.“

Frá niðurstöðunum er greint í vísindaritinu Science.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...