Reykingar með börn í bíl er „ofbeldi“

Field vill banna reykingar í bílum þegar börn eru í ...
Field vill banna reykingar í bílum þegar börn eru í bílunum. Reuters

 Foreldrar sem reykja í bíl með ungum börnum sínum eru að fremja ofbeldi gagnvart þeim. Þetta segir Steve Field prófessor og formaður læknasamtaka í Bretlandi í grein sem hann skrifar í breska blaðið Observer.

Field gagnrýnir í afstöðu samfélagsins til reykinga, áfengisneyslu og offitu. Hann segir að foreldrar verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að heilsu barna sinna og þeir verði líka að sýna gott fordæmi. Ábyrgðarleysi foreldra leiði til sjúkdóma og ótímabærs dauða barna.

Hann beindi orðum sínum sérstaklega til ófrískra kvenna, þeirra sem eru of feitir, reykingamanna og þeirra sem misnota áfengi. Þeir verði að sýna börnum gott fordæmi.

Field, sem er í forystu fyrir 42 þúsund lækna í Bretlandi, segir að bandarískar rannsóknir bendi til að fleiri börn deyi vegna reykinga foreldra sinna en deyi vegna slysa. Hann vill að reykingar í bílum verði bannaðar með lögum þegar börn eru í bílunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
Til leigu 60 m2 kjallaraíbúð í Kópavogi
Leigist með hluta af húsgögnum. Leiga 150.000 á mánuði, einn mánuður í tryggingu...
Hefur þú sögur að segja af sjónum? Haf
Hefur þú sögur að segja af sjónum? Hafðu samband við: lukas18@lhi.is, Lukas Pica...
 
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...