Eve Online á sýningu MoMa í New York

Skjáskot úr EVE Online.
Skjáskot úr EVE Online.

Tölvuleikur CCP, EVE Online, er á meðal 14 tölvuleikja sem valdir hafa verið á nýja sýningu MoMA Nýlistasafns New York borgar, Museum of Modern Art. Sýningin ber heitið Applied Design og stendur í ellefu mánuði, eða fram til 31. Janúar 2014.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá CCP.

 EVE Online er gert skil á sýningunni undir formerkjunum „Dagur í alheiminum” (Day in the Universe) sem sýnir safngestum leikjaheim EVE Online og það sem rúmlega 500.000 spilarar frá 230 þjóðlöndum leiksins gera þar dags daglega.

Það er m.a. gert með því að sýna upptökur sem spilarar hafa gert úr leiknum og fræðslumyndböndum sem CCP hefur gert í tengslum við sýninguna.

 EVE Online fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. Leikurinn kom út í maí 2003 og hefur CCP síðan gefið út sérstakar viðbætur við leikinn með reglulegu millibili. Síðasta viðbótin við EVE Online, Retribution, kom út í desember og varsú 18-anda í röðinni.

mbl.is