Heyra með munninum

Garðyrkjufroskurinn heyrir með munninum.
Garðyrkjufroskurinn heyrir með munninum. AFP

Sumir örsmæstu froskar jarðar hafa ekkert miðeyra eða hljóðhimnu og heyra því með munninum að sögn vísindamanna. Garðyrkjufroskarnir, sem búa í regnskógum á eyjum í Indlandshafinu, norður af Madagaskar, eru um einn sentímetri á lengd, voru löngum taldir heyrnalausir.

Vísindamenn spiluðu upptöku af kvakki annarra froska og kvökkuðu garðyrkjufroskarnir til baka, líkt og um samræður væri að ræða. Röntgenmyndir sýndu að froskarnir nýttu hvorki lungu né vöðva til að flytja hljóðið til innri eyra þeirra. Þess í stað kom í ljóst að munnur froskanna nýtist líkt og magnari fyrir hljóðin sem þeir gefa frá sér.

mbl.is
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...