Leikmenn Arsenal flugu A380

Lucas Podolski flýgur Airbus A380 (í flugvélahermi).
Lucas Podolski flýgur Airbus A380 (í flugvélahermi). Skjáskot

Þýskir leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal höfðu betur gegn þeim ensku í keppni sem flugfélagið Emirates, styrktaraðili Arsenal, setti upp á dögunum. Keppnin fólst í því að fljúga Airbus A380 ofurþotu og lenda henni örugglega, og fór hún fram í glænýjum flughermi Emirates.

Flughermar eru notaðir til þjálfunar nýrra flugmanna sem og reglubundinnar þjálfunar starfandi flugmanna. Emirates fékk nýlega Airbus A380 flughermi og bauð leikmönnum Arsenal af því tilefni að taka þátt í keppni.

Keppnin var settu upp þannig að ensku leikmennirnir Carl Jenkinson, Kieran Gibbs og Alex Oxlade-Chamberlain öttu kappi við þýsku leikmennina Mesut Özil, Lukas Podolski og Per Mertesacker. 

Hver og einn fékk að spreyta sig sem flugstjóri Emirates A380 ofurþotu og þurftu þeir að lenda henni án þess að valda flugslysi. Skemmst er frá að segja að Þjóðverjarnir unnu öruggan sigur en þeim tókst öllum að lenda vélinni sem fagmenn væru. Dómari keppninnar sagði þá hafa tekið leiðbeiningum vel og að þeir yrðu eflaust góðir flugmenn.

Lendingar ensku leikmannanna voru ekki eins góðar og lá við brotlendingu hjá einum þeirra.

Þá var Lukas Podolski heiðraður sem besti flugmaður Arsenal.

Sjá má myndband af keppninni hér að neðan.

mbl.is
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...