Með börnin sín í appinu

Ljósmynd/Karellen

Tækninni er sífellt að fleygja fram og svo virðist sem snjallsíminn sé orðinn eitt þarfasta þing mannsins. Snjallsíminn hefur nú teygt sig inn í daglegt starf á leikskólum landsins með tilkomu smáforritsins Karellen.

Appið gerir foreldrum kleift að fylgjast með daglegum athöfnum barna sinna á leikskólum, til að mynda hvað þau borða og hvernig þau sofa. Þá geta kennarar tekið myndir og deilt með foreldrum sem fylgjast þannig með lífinu á leikskólanum. Foreldrar og kennarar geta einnig sent skilaboð sín á milli með Karellen. 

Appið er byggt á íslensku hugviti og er þróað og framleitt af upplýsingatæknifyrirtækinu Premis og er þar í öruggri afritun og vottuðum hýsingum. 

Forsaga appsins nær allt aftur til ársins 1998 þegar fyrsta rekstrarkerfi leikskóla var komið á fót með vefsíðu sem nefnist Stjórnandinn. „Þar gátu foreldrar farið inn á sérstakt foreldrasvæði og séð myndir af börnunum sínum og aðrar helstu upplýsingar. Hugmyndin var svo að auka upplýsingaflæði til foreldra,“ segir Ragnhildur Ólafsdóttir, ein af starfsmönnum Karellen, í samtali við mbl.is.

Karellen er íslenskt app þar sem foreldrar geta m.a. fylgst ...
Karellen er íslenskt app þar sem foreldrar geta m.a. fylgst með mætingu barns síns, séð matseðil leikskólans, viðburðadagatal og sent leikskólakennurum skilaboð. Ljósmynd/Karellen

Lifandi kerfi nýtt af 120 leikskólum

Um 120 leikskólar víða um land hafa tekið appið í notkun á síðastliðnum tveimur árum. „Leikskólar í Hafnarfirði voru fyrstir til að byrja þróunina með okkur. Við segjum alltaf að kerfið sé lifandi þar sem við fylgjum séróskum eins vel og við getum. Ef það er eitthvað sem nýtist heildinni þá er það sett inn sem hluti af uppfærslu á kerfinu. Næst á dagskrá er til dæmis að koma inn slysaskráningu,“ segir Ragnhildur.

Aðgangurinn að appinu er tvenns konar, annars vegar fyrir foreldra og hins vegar fyrir kennara. Appið er í sífelldri þróun og meðal eiginleika sem hafa bæst við appið er viðburðadagatal hvers leikskóla og myndakerfi. Þá skrá kennarar einnig viðveru barnanna í appið.

Nokkrir leikskólar í Reykjavík hafa innleitt appið í tilraunaskyni en hafa ekki tekið það upp að fullu. „Stærstu sveitarfélögin eru Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Fljótdalshérað, Fjarðabyggð, Garðabær og Mosfellsbær þannig við dreifumst víða um land,“ segir Ragnhildur. Appið er fyrst og fremst leikskólamiðað en nokkrir grunnskólar hafa innleitt appið í þróunarskyni. „Það er alveg sama hversu gamalt barn þú átt, það er rosa gott að hafa gott aðgengi að upplýsingum,“ segir Ragnhildur.  

Karellen-appið er notað af yfir 120 leikskólum víðs vegar á ...
Karellen-appið er notað af yfir 120 leikskólum víðs vegar á landinu. Ljósmynd/Karellen

Flýtileið sem eykur möguleika á samskiptum við foreldra

Vefkerfi fylgir appinu sem sækir upplýsingar í rekstrarkerfið. Að sögn Ragnhildar er hins vegar algengara að foreldrar nýti sér appið frekar en vefsvæðið. „Maður er einfaldlega alltaf með símann á sér.“

Ragnhildur segir að foreldrar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að notkun appsins taki tíma frá starfsfólki leikskólanna þegar kemur að umönnun barnanna. „Í gegnum árin hafa allar þessar upplýsingar verið skráðar í bækur. Munurinn er að núna tekur þú upp tæki sem þú skráir allar upplýsingar í.“ Ragnhildur segir því að um ákveðna flýtileið sé að ræða, þar sem það tekur minni tíma að skrá allar upplýsingar í appið en í mismunandi bækur og kladda. „Við höfum fengið spurningu frá foreldrum hvort þessi skráning sé að fara að taka tíma frá börnunum. En þess vegna erum við með appið, það er mun fljótlegra að skrá allar upplýsingar í gegnum appið heldur en að fara í tölvuna.“

Appið reynst vel fyrir foreldra með börn í aðlögun

Á leikskólanum Öskju hefur Karellen appið verið notað í tæpt ár og segir Guðrún Silja Steinarsdóttir, leikskólastjóri, bæði leikskólakennara og foreldra vera ánægða með noktun appsins.

„Við hjá Hjallastefnunni erum með með þeim fremstu í notkun appsins og erum alltaf að komast betur upp á lagið með það,“ segir Guðrún Silja. Til að byrja með var appið aðallega notað til að skrá mætingu hjá börnunum en nú eru aðrir eiginleikar appsins, líkt og myndavélin, stöðugt að aukast. „Það er svo einfalt að taka myndir í gegnum appið, maður hakar bara við barnið eða börnin sem eru á myndinni og þá fá foreldrarnir tilkynningu í símann að það sé komin ný mynd.“

Foreldrar fá m.a. senda myndir af fjölbreyttu starfi á leikskólanum ...
Foreldrar fá m.a. senda myndir af fjölbreyttu starfi á leikskólanum í gegnum appið. Þessi unga leikskóladama skemmti sér t.d. konunglega við listmálun. Ljósmynd/Kristín Tinna Aradóttir

Appið hefur fengið góðar móttökur hjá foreldrum barnanna. „Við vorum með foreldrafund um daginn þar sem við kynntum þetta vel, allir tóku upp símann og náðu í appið og finnst æðislegt að geta fengið smá innsýn inn í leikskóladag barnsins,“ segir Guðrún Silja.

Þá hefur appið hefur reynst afar vel þegar foreldrar eru með börn sín í aðlögun. „Það róar foreldrana mjög.“

Leikskólanum hafa ekki borist neinar kvartanir þess efnis að síminn sé orðinn of stór hluti af leikskóladegi barnanna. „Við erum alls ekki með símann ofan í börnunum allan daginn. Fyrir vorum við mjög mikið með myndavélar en nú hafa símarnir eða ipadinn tekið við. Við vorum fyrst kannski svolítið rög við að nota símann eða i-padinn fyrir framan foreldrana, en þegar við útskýrðum fyrir þeim að við værum fyrst og fremst að skrá mætingu og aðrar upplýsingar var því sýndur skilningur.“

mbl.is
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Bækur
Til sölu fullt af alls kyns bókum, upplýsingar í síma 8920213...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...