Íslensk tunga í síma frá Google

Starfsmenn Google tala saman á ensku og sænsku á fundinum …
Starfsmenn Google tala saman á ensku og sænsku á fundinum með aðstoð Pixel Buds. AFP

Ísland kom við sögu í kynningu tölvurisans Google á nýjum farsíma sínum, Pixel 2, í dag. Með símanum verður hægt að kaupa einskonar sjálfvirkan þýðanda sem kallast Pixel Buds og maður setur í eyrað. Íslenska er eitt af 40 tungumálum sem hægt verður að velja um.

Við kynninguna töluðu tvær manneskjur saman, önnur á ensku en hin á sænsku, og var samtal þeirra þýtt samstundis yfir á hitt tungumálið með aðstoð símans.

Í símanum er lögð áhersla á gervigreind og er honum ætlað að keppa við farsíma frá fyrirtækjum á borð við Apple og Amazon.

Pixel 2 og Pixel 2 XL eru fyrstu símanir sem Google sendir frá sér eftir að tilkynnt var um samruna við hluta raftækjafyrirtækisins HTC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert