Nýr Samsung-snjallsími á markað

Meðal nýjunga í Samsung Galaxy S9-snjallsímanum eru nýjar útfærslur í myndavél símans, svo sem ný tegund linsu fyrir myndatökur í myrkri. 

Á vef Elko segir um myndavél símans: Myndavélin hefur verið endurhugsuð og er nú með enn betri ljósnæmi, og stillir sig háð aðstæðum til að tryggja góð myndgæði. Einnig er hægt að taka upp frábær Slow Motion myndbönd, með 960 myndir/sekúndu. 12Mpix Dual Pixel myndavél (f/1.5-2.4, OIS) og 8Mpix framvísandi myndavél (AF/f/1.7).

Síminn var settur á markað í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert